HOLLT Í HÁDEGINU

 

 

Aukin þægindi og sparnaður í rekstri eldhúsa

Aðstaða til matseldar er misjöfn í mötuneytum. Því er gott að eiga kost á því að fá tilbúinn hollan mat frá öruggum framleiðanda. SS hefur í áraraðir boðið upp á fjölbreytt úrval af tilbúnum heimilismat og státar því af mikilli reynslu á því sviði. Reynsla og rannsóknir urðu þess valdandi að í dag notast SS við svokallaða “Eldað og kælt” (e. Cook & Chill) aðferð við framleiðslu á tilbúnum mat. En þessi aðferð hefur sýnt að næringargildi matarins helst og maturinn heldur betri bragðgæðum og ferskleika auk þess að tilbúinn matur framleiddur með þessari aðferð verður gæðalega öruggari.

 

Einungis er notað fyrsta flokks hráefni og maturinn hefur í flestum tilfellum a.m.k. 6 daga geymsluþol. Nákvæmar innihaldslýsingar liggja alltaf fyrir.

Næringarrekstrarfræðingar og matartæknar sjá um „Hollt í hádeginu“ og huga gaumgæfilega að framfylgt sé ráðleggingum embættis landlæknis um næringu.  Störf þeirra felast m.a. í að setja saman matseðla, þróa rétti og huga að hollustu, almennum matarvenjum og því sérfæði sem þörf er á hverju sinni.