Til að tryggja fjölbreytni og rétta næringarsamsetningu eru matseðlar samsettir eftir ráðleggingum úr handbók fyrir skólamötuneyti. Allar máltíðir eru næringarútreiknaðar og fylgja ráðleggingum Landlæknisembættisins um næringu fyrir skólabörn.
Í grunn og framhaldsskólum er daglega boðið upp á salatbar með fersku grænmeti og ávöxtum með hádegisverðinum.
Hægt er eftir samkomulagi að verða við óskum um aukið val s.s. fleiri rétti, grænmetisrétti, samlokur, mjólkurvörur, ávexti, hressingar og fl. þ.h.
Boðið er upp á sérfæði gegn framvísun læknisvottorðs, fyrir alla sem þjást af ofnæmi, óþoli eða öðrum læknisfræðilegum einkennum. Einnig bjóðum við upp á sér mat fyrir þau börn sem af trúarlegum ástæðum þurfa annan mat en það sem er á matseðli.
Við höfum á að skipa hópi fagfólks sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu hvað varðar sérfæði. Mikil áhersla er lögð á það að hafa sérfæðið sem líkast almenna matnum. Allt sérfæði er sérpakkað og merkt viðkomandi einstaklingi.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Hollt í hádeginu holltihadegi@ss.is
Ráðleggingar um næringu
Almenn ráð um hollar neysluvenjur og ráðleggingar þar af lútandi
Handbók fyrir skólamötuneyti
Allar upplýsingar fyrir rekstur og reglur skólamötuneyta
Uppskriftir
Pastaréttur
Barilla pastaskrúfur með beikon og sólþurrkuðum tómötum (fyrir 4) 250 g Búrfells beikon 150 g ferskir sveppir 2 skarlottulaukar eða hálfur venjulegur gulur laukur 1-2 hvítlauksrif 1 tsk McCormik Ítalian seasoning 1 dós sýrður rjómi (180 g) 2,5 dl rjómi 4 sólþurrkaðir...
Íslensk kjötsúpa
Hráefni c.a 3 L vatn 2.5 kg súpukjöt á beini frá SS 400gr rófur 400gr kartöflur 200gr gulrætur 40gr hrísgrjón 1 stk lítill laukur c.a 5 c.m púrrulaukur c.a 5 msk súpujurtir c.a 2 msk salt svartur pipar Leiðbeiningar Setjið vatnið í pottinn, skerið kjötið niður í bita...